Ferðamaður slasaðist við Seljavallalaug

Seljavallalaug. Mynd úr safni.

Á þriðjudaginn í síðustu viku voru björgunarsveitir kallaðar til aðstoðar vegna erlends ferðamanns sem slasaðist á fæti á göngu sinni nálægt Seljavallalaug.

Félögum mannsins tókst að koma honum sjálfir að bíl og eftir að sjúkraflutningamenn höfðu skoðað áverkann fóru þeir áleiðis til Reykjavíkur til að láta mynda áverkann.

Fyrri greinKerlingarfjöll friðlýst
Næsta greinMótorhjólamenn sektaðir fyrir utanvegaakstur