Ferðalöngum á smábíl bjargað af hálendinu

Það var fallegur dagur á hálendinu í dag. Ljósmynd/Landsbjörg - Björgunarfélagið Blanda

Björgunarfélagið Blanda á Blönduósi var kallað út fyrr í dag vegna ferðalanga sem voru búnir að festa bíl sinn rétt sunnan við Hveravelli við Kjalveg.

Vel gekk að komast að þeim og draga úr festunni enda eindæma blíða á hálendinu og aðstæður góðar. Var þeim svo fylgt áleiðis til byggða.

Höfðu þau ætlað að skoða Gullfoss og Geysi og ákváðu að aka eftir Kjalvegi og áttuðu sig ekki á því um hvernig veg var að ræða. Fólkið var á nokkuð laglegum Hyundai i10 bílaleigubíl.

Fyrri greinLED ljós í alla staura í Þorlákshöfn
Næsta greinSóknarleikurinn allsráðandi í sigurleik