Ferðalangar festu sig við Hólaskjól

Úr útkallinu í kvöld. Ljósmynd/Björgunarsveitin Stjarnan Skaftártungu

Björgunarsveitin Stjarnan í Skaftártungu fékk beiðni um aðstoð um klukkan fimm í dag frá ferðalöngum sem sátu fastir í bílaleigubíl sínum á Fjallabaksleið nyrðri.

Ferðamennirnir voru á litlum, fjórhjóladrifnum húsbíl en sátu fastir í snjó um það bil þremur kílómetrum innan við Hólaskjól.

Stjörnumenn fóru á vettvang, losuðu bílinn og fylgdu fólkinu til byggða.

Fyrri greinGert ráð fyrir jákvæðum rekstri hjá Hveragerðisbæ
Næsta greinGul jól framundan