Ferðamenn í vanda við Hrafntinnusker

Björgunarsveitarmenn úr Flugbjörgunarsveitinni á Hellu eru nú á leið í Hrafntinnusker til að aðstoða þar tvo ferðamenn.

Mennirnir voru á leið á jeppa sínum í Hrafntinnusker en misstu framenda bílsins niður í litla snjósprungu. Ekkert amar að mönnunum en þeir náðu sambandi við Neyðarlínu og óskuðu eftir aðstoð björgunarsveitar.

Ef allt gengur að óskum má reikna með að hópurinn verði komin aftur til byggða undir morgun, milli fjögur og fimm.

Fyrri greinÁtta krakkar úr sama bekk í úrvalshópi í handbolta
Næsta grein„Atvinnugreinar samfélagsins talaðar niður“