Ferðamálaþing á Selfossi í dag

„Ísland – alveg milljón!“ er yfirskrift Ferðamálaþings 2013 sem haldið verður á Hótel Selfossi í dag. Skipulag, fyrirhyggja og framtíðarsýn ferðaþjónustunnar verður til umfjöllunar á þinginu.

Um fátt hefur verið meira rætt í sumar en vöxt ferðaþjónustunnar og þær margvíslegu áskoranir sem greinin stendur frammi fyrir. Því er vel við hæfi að skipulag fyrirhyggja og framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu séu umfjöllunarefni þingsins í ár.

Þingið stendur frá kl. 10:00-16:15 og verða flutt á annan tug fróðlegra erinda. Fyrirlesarar eru bæði erlendir og innlendir og koma úr ýmsum greinum en þingið hefst með ávarpi ráðherra ferðamála, Ragnheiðar Elínar Árnadóttur.

Af öðrum fyrirlesurum má m.a. nefna Ethan Carr, Ph.D., landslagsarkitekt og prófessor í landslagsarkitektúr við University of Massachusetts; Dr. Julie Scott, mannfræðing og stjórnanda Touch TD Ltd. í Bretlandi; Eric Holding, skipulagsfræðing hjá JTP cities í Bretlandi og Andra Snæ Magnason, rithöfund.

Fyrri greinBjörgvin og Frederik sigruðu í Malmö
Næsta greinRimlarnir björguðu á Bakkanum