Ferðamaður staðinn að þjófnaði á Geysi

Starfsmenn á Geysi stóðu erlendan ferðamann að því að hnupla munum úr versluninni þar í gær. Maðurinn var handtekinn og yfirheyrður af lögreglu.

Þjófurinn lauk málinu með því að gangast undir sektargerð og greiðslu sektar að upphæð 45 þúsund krónur.

Andvirði munanna sem hann stakk á sig var 21 þúsund krónur. Þeir skiluðu sér til verslunarinnar óskemmdir.

Fyrri greinKlemmdist á fæti í vinnuslysi
Næsta greinBjörgvin Karl er þriðji hraustasti maður í heimi