Ferðamaður fékk hjartaáfall

Erlend kona sem var í hópi ferðamanna við rætur Sólheimajökuls sl. föstudag fékk hjartaáfall og var flutt til Reykjavíkur. Líðan hennar var stöðug.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Hvolsvelli. Þar kemur einnig fram að erlendur ferðamaður á einkabíl ók útaf þjóðveginum við Steina undir Eyjafjöllum á miðvikudag. Enginn slasaðist en bifreiðin skemmdist töluvert.

Þá féll kona af hestbaki í Landssveit sl. fimmtudag. Hún mun hafa hlotið höfuðhögg og var hún flutt með sjúkrabifreið á sjúkrahús í Reykjavík.

Fyrri greinÞrjú útköll slökkviliðs
Næsta grein22 kærðir fyrir hraðakstur