Ferðalangur í sjálfheldu í Reynisfjöru

Björgunarsveitin Víkverji frá Vík í Mýrdal hefur verið kölluð út vegna erlendar ferðakonu sem er í sjálfheldu í urðinni í Reynisfjöru rétt fyrir austan drangana.

Erfitt var að komast að konunni, nokkuð klettaklifur þurfti til, en nú eru þrír björgunarmenn komnir til hennar.

Undirbúningur við að koma henni niður stendur yfir en til þess þarf nokkra línuvinnu og erfitt er að athafna sig í brattri skriðunni þar sem hún er stödd.

Fyrri greinRaw lakkrís karamella
Næsta greinGerir brúðarvendi fyrir erlenda ferðamenn