Ferðamönnum bjargað af Lakavegi

Björgunarsveitin Kyndill á Kirkjubæjarklaustri bjargaði í morgun fjórum ítölskum ferðamönnum sem festu bíl sinn í hyl á Lakavegi.

Mennirnir voru fluttir á lögreglustöðuna á Kirkjubæjarklaustri. Í samtali við RÚV sagði einn björgunarsveitarmannanna að þeir hafi mætt fjórum bílum þegar þeir voru á leiðinni að sækja Ítalina og því ljóst að fleiri hafa ekið þessa leið án þess að gera sér grein fyrir því að hann væri lokaður.