Ferðamennirnir voru við Gullfoss

Fyrr í dag voru sendar út fréttir um að eftirgrennslan væri hafin eftir fjórum ferðalöngum er hugðust aka frá Höfn að Hunkubökkum.

Í ljós hefur komið að ferðalangarnir sem þangað höfðu boðað komu sína eru í góðu yfirlæti á Gullfossi.

Hins vegar fóru aðrir fjórir ferðalangar frá Höfn á tveimur bílum í morgun en ekki er vitað hvar þeir eru staddir. Nú þykir ljóst að þeir hafa ekki farið fram hjá lokunarpósti á veginum hjá Skaftafelli sem liggur inn á öskusvæðið, segir í fréttatilkynningu.