Ferðamenn í vanda á Sólheimasandi

Björgunarsveitir frá Vík og Hvolsvelli voru boðaðar út á sjöunda tímanum í kvöld ásamt öðrum viðbragðsaðilum, vegna ferðamanna í vanda í nágrenni flugvélaflaksins á Sólheimasandi.

Á svæðinu er aftakaveður og mjög lélegt skyggni, hópurinn var í vandræðum með að komast upp á veg en tókst það að lokum að sjálfsdáðum.

Grunur var um að annar hópur hafi leitað sér skjóls í flakinu og leitaði björgunarsveitirfólk af sér þann grun. Á endanum var ljóst að fólk hafði skilað sér í alla bíla sem voru á bílastæðinu, þá höfðu einhverjar umferðartafir myndast á þjóðveginum enda afleitt skyggni og aðstoðuðu viðbragðsaðilar bílstjóra þeirra bíla við að komast burt. Þurfti björgunarsveitarfólk meðal annars að aðstoða við að ferja tvo bíla af svæðinu og draga bíl sem lent hafði útaf veginum.

Fyrri greinLyngdalsheiði lokuð vegna óveðurs – Búið að opna
Næsta greinStærsta smellinn má bara spila á aðventunni