Ferðamenn fastir á Dómadal

Hjálparsveit skáta á Hellu var kölluð út á tólfta tímanum í kvöld til að aðstoða tvo erlenda ferðamenn sem fastir eru á Dómadalsleið.

Fólkið, karl og kona, hafði fest bílaleigubíl sinn í snjóskafli skammt frá Landmannalaugum.

Ekkert amar að fólkinu og er bíll frá Hellu er nú á leið á staðinn til aðstoðar.