Ferðamaðurinn fundinn

Franski ferðamaðurinn sem leitað hafði verið að á Fimmvörðuhálsi í dag fannst um klukkan 16:30, heill á húfi. Hafði hann farið út af gönguleiðinni og ekki ratað inn á hana aftur.

Björgunarmenn sem fundu manninn sögðu hann ágætlega á sig kominn og hugðust gefa honum hressingu og þurr föt og ganga með honum niður í Þórsmörk aftur.

Má reikna með að þeir verði komnir niður í Þórsmörk fyrir klukkan sjö í kvöld.

Fyrri greinÚtblástursloft barst inn í hjólhýsið
Næsta greinKöfunarslys í Silfru