Ferðamaður slasaðist á andliti

Erlend kona um sextugt slasaðist á Þingvöllum um miðnætti í gærkvöldi þegar hún féll í tröppu rútubíls við Hakið og féll á andlitið.

Konan var flutt til Reykjavíkur með sjúkrabíl en jafnvel var talið að hún hefði nef- og kinnbeinsbrotnað.

Hún var í hópi útlendinga, sem voru að skoða norðurljósin.