Ferðafólk í vanda á Haukadalsheiði

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld ferðamenn sem festu bíl sinn í vatni á Haukadalsheiði. Þrennt var í bílnum og beið fólkið eftir aðstoð á þaki bifreiðar sinnar.

Aðstoðarbeiðni barst um klukkan 22 í kvöld og voru Björgunarsveit Biskupstungna og Björgunarfélagið Eyvindur kölluð út. Fólkið taldið sig vera fast í á en taldi þó jafnvel að um yfirborðsvatn væri að ræða þar sem mikið hefur rignt á svæðinu.

Ferðafélagar fólksins, sem var á öðrum bíl, treystu sér ekki til að fara út í vatnið til aðstoðar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð á staðinn og tók tvo af þeim þremur sem biðu á bílþakinu. Fólkð var orðið nokkuð kalt eftir vistina á þaki bílsins en þess utan amaði ekkert að því.

Fólkið var flutt til Reykjavíkur en sánþriðji fer með ferðafélögum til byggða.

UPPFÆRT KL. 00:50

Fyrri greinEinn fluttur með þyrlu á sjúkrahús
Næsta greinGekk berserksgang á Hellu