Ferðaþjónustan í Vatnsholti sér um Þjórsárver

Margrét Ormsdóttir og Jóhann Helgi Hlöðversson, ferðaþjónustubændur í Vatnsholti í Flóahreppi munu sjá um tjaldsvæðið í Þjórsárveri í Flóahreppi í sumar líkt og þau gerðu í fyrrasumar.

Þau hafa óskað eftir áframhaldandi leigu á starfseminni og var það samþykkt samhljóða á síðasta fundi sveitarstjórnar.

Þó er óvíst að félagsheimilið Þjórsárver geti verið inni í samningum nema að hluta vegna viðgerða.

Fyrri greinLokað yfir Heiðina
Næsta greinFundu týndan göngumann heilan á húfi