Fengu verðlaun fyrir tóbakslausan bekk

Krakkarnir í 7. GG í Sunnulækjarskóla skipuðu einn af níu hópum sem fengu verðlaun í keppninni Tóbakslaus bekkur.

Keppnin var haldin meðal 7. og 8. bekkja í öllum grunnskólum landsins en alls tóku 250 bekkir þátt í samkeppninni.

Til að eiga möguleika á fyrstu verðlaunum þurftu bekkirnir að senda inn áhugavert efni tengt tóbaksvörnum og er verðlaunaupphæðin 5.000 krónur fyrir hvern nemanda í bekknum.

Verkefnið sem þau sendu inn fólst í því að þau héldu fyrirlestur um tóbak og skaðsemi þess fyrir 6. og 9. bekk.