Fengu tiltal frá lögreglu vegna sóttvarna

Eigendurnir Gróðurhússins eru Valgarð Sörensen og Brynjólfur J. Baldursson. Ljósmynd/Baldur Kristjáns

Lögreglan á Suðurlandi heimsótti Gróðurhúsið í Hveragerði fyrr í kvöld vegna sóttvarnareglna sem höfðu verið brotnar inni í mathöllinni á staðnum.

Vísir greinir frá þessu og hefur eftir Brynjólfi J. Baldurssyni, öðrum eiganda Gróðurhússins, að bætt verði úr sóttvörnum á staðnum fyrir morgundaginn en reglur hafi verið óskýrar þegar þær breyttust á miðnætti í gær.

Lögreglu bar að garði í Gróðurhúsinu fyrr í kvöld og gerði hún athugasemdir við rekstraraðila þar sem ekki var gætt nógu vel að sóttvörnum. Brynjólfur segir að bætt hafi verið úr því sem hægt var að bæta í kvöld en á morgun verði farið enn betur yfir sóttvarnir í samráði við lögreglu.

Frétt Vísis

Fyrri greinLoksins sigur hjá Hamri
Næsta greinFerðamaður rotaðist við Gullfoss