Fengu „rýmingarpoka“ frá Ikea

Á æfingu vegna rýmingaráætlunar Kötlugoss í september sl. tók ekki nægilega skamman tíma að rýma leikskólann í Suður-Vík.

Það sem tafði fyrir var að tæma fatahólf barnanna á leikskólanum en komi til Kötlugoss breytist leikskólinn í fjöldahjálparstöð.

Því var brugðið á það ráð að hafa samband við verslun IKEA í Garðabæ sem brást skjótt við og sendi leikskólanum 30 stóra innkaupapoka. Með pokana að vopni munu leikskólakennararnir tæma fatahólfin á augabragði.

Fyrri greinGóður árangur í Ölfusi og Flóa
Næsta greinGóður sigur Hamars að Hlíðarenda