Fengu mynd af prestshjónum

Fyrr í mánuðinum færði Herdís Petrína Pálsdóttir, Dísa frá Hruna, Hrunasókn mynd að gjöf af foreldrum sínum, prestshjónunum sr. Sveinbirni Sveinbjörnssyni og frú Ölmu Ásbjarnardóttur.

Sr. Sveinbjörn var fæddur að Ysta-Skála undir Eyjafjöllum, en frú Alma í Reykjavík. Hann var prestur í Hruna frá 1944 til 1986 og auk þess prófastur í Árnesprófastsdæmi 1982-1986.

Myndinni hefur verið komið upp á vegg inn í safnaðarheimili Hrunakirkju.

Fyrri greinBanaslys í Biskupstungum
Næsta greinTeitur með tíu mörk í bikarsigri