Fengu hjól að gjöf „frá uppvakningunum“

Fulltrúar frá SagaFilm komu í heimsókn í leikskólann Brimver á Eyrarbakka í morgun og færðu leikskólanum fimm Rabo hjól að gjöf.

SagaFilm er í samstarfi við norska fyrirtækið Tappeluft Terje Strömstad sem hefur verið við tökur á kvikmyndinni Dead Snow 2 á Eyrarbakka undanfarinn mánuð.

Kvikmyndagerðarmennirnir og uppvakningarnir sem fylgja þeim hafa sett skemmtilegan svip á Eyrarbakka að undanförnu en með gjöfinni til leikskólans vildu þau þakka fyrir þær góðu móttökur sem Eyrbekkingar hafa veitt hópnum.

Sigríður Jakobsdóttir, leikskólastjóri, tók við gjöfinni frá Ragnari Agnarssyni og Arnbjörgu Hafliðadóttur frá SagaFilm. Sigríður afhenti þeim svo þakklætiskort frá Brimveri þar sem krakkarnir höfðu teiknað myndir af skriðdreka og fleira sem tengist myndatökunni.

Fyrri greinHugðist skipta á þýfinu og fíkniefnum
Næsta greinKara, Þuríður og Carmen framlengja