Fengu æðstu viðurkenningu Lions

Í kvöld fengu tveir félagar úr Lionsklúbbi Hveragerðis afhenta Melvin Jones viðurkenninguna sem er æðsta viðurkenning Lionshreyfingarinnar.

Þetta voru þeir Sigurður Sigurdórsson og Örn Guðjónsson en þeir hljóta viðurkenninguna fyrir mikið og fórnfús starf í þágu hreyfingarinnar.

Tólf félagar og einn gestur voru viðstaddir afhendinguna en hún fór fram á Fossflöt í Hveragerði.