Felldi ljósastaur og ók á brott

Óþekktur ökumaður ók niður ljósastaur í útjaðri Selfoss í gærkvöldi og var kona rétt búin að aka á staurinn, sem lá þvert yfir veginn.

Ökumaðurinn hafði þá stungið af, en grillið og fleira smálegt framan af bílnum, lá eftir á vettvangi.

Lögreglan veit því hvernig bíll var þarna á ferðinni og bíður nú þess að staurabaninn gefi sig fram.

Vísir greindi frá.