Féll tíu metra á mótorhjóli

Ökumaður motocrosshjóls slasaðist er hann féll af hjóli sínu á malarslóða við Litlu kaffistofuna í gærdag.

Maðurinn slasaðist lítilsháttar í andliti og á rófubeini. Maðurinn náði ekki beygju sem var á slóðanum, ók útaf veginum og féll niður um tíu metra háum kanti.

Lögregla telur lán að maðurinn hafi ekki slasast meira en raun var á.