Féll þrjá metra fram af húsþaki

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Maður sem var við vinnu á þaki útihúss í Mýrdalnum í síðustu viku rann til og féll fram af þakinu.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að fallið hafi verið um þrír metrar. Maðurinn var fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar, en ekki kemur fram hversu alvarleg meiðsli hans eru.

Þá slasaðist drengur á hlaupahjóli síðastliðinn fimmtudag þegar ekið var á hann á gatnamótum Suðurengis og Tryggvagötu á Selfossi. Hann var fluttur til aðhlynningar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands.

Lögreglunni á Suðurlandi var tilkynnt um tíu umferðarslys til viðbótar í síðustu viku en öll voru þau án alvarlegra meiðsla.

Fyrri greinAfmælishátíð „einvígis aldarinnar“ á Íslandi
Næsta greinHamar varði bikarmeistaratitilinn