Féll og fór úr mjaðmarlið

Fimmtán ára piltur fór úr mjaðmarlið er hann féll af fjórhjóli í Þjórsárdal á laugardag.

Pilturinn var einn á hjólinu á æfingasvæði og var í góðum öryggsfatnaði.

Í dagbók lögreglunnar á Selfossi kemur fram að um helgina voru fimmtán ökumenn kærðir fyrir hraðakstur en enginn fyrir ölvunar- eða fíkniefnakstur.

Lögreglumenn hafa undanfarið fylgst með hjálmanotkun barna á reiðhjólum. Í þeim tilvikum sem börn hafa ekki verið með hjálma hefur þeim verið fylgt heim og rætt við foreldra.