Féll ofan í lest á sanddæluskipi

Skipverji sanddæluskips við Landeyjarhöfn slasaðist síðastliðinn föstudag er hann féll ofan í lest.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Slysadeild Landspítala í Fossvogi.

Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsli mannsins en hann hafði verið að vinna við enda sandrörs þegar gúmmíhulsa datt af enda rörsins og lenti í manninum sem við það féll ofan í lestina.

Fyrri greinTil mikils að vinna að eiga vel uppalinn hund
Næsta greinTveir ferðamenn slösuðust