Féll niður rútutröppur og slasaðist á höfði

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Ferðamaður á vélsleða slasaðist á þriðjudaginn í síðustu viku á Skálafellsjökli og sama dag slasaðist göngumaður á Sólheimajökli þegar hann sneri sig á færi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi.

Tvö önnur slys voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku. Á fimmtudag slasaðist maður á höfði þegar hann féll úr tröppum rútu á Þingvöllum. Hann var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús.

Á laugardag slasaðist svo ferðamaður á fæti á Skaftafellsjökli en hann gat komið sér sjálfur undir læknishendur, með aðstoð samferðamanna sinna.

Fyrri greinÞingvellir viðurkenndir sem fyrsta Varðan á Íslandi
Næsta greinÆgismönnum skellt niður á jörðina