Féll í Kerinu og slasaðist

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Suðurlandi voru kallaðar út klukkan18:00 í dag vegna konu sem skrikaði fótur og féll neðarlega í Kerinu í Grímsnesi.

Björgunarsveitarmenn hlúðu að konunni, settu hana á börur og notuðu reipi til þess að koma henni upp þar sem sjúkrabíll beið hennar og flutti hana á sjúkrahús.