Féll í gil á Fimmvörðuhálsi

Fyrr í dag voru björgunarsveitir frá Vík og undan Eyjafjöllum kallaðar út vegna ferðamanns sem féll í gil við Baldvinsskála á Fimmvörðuhálsi.

Í þann mund sem sveitirnar voru að leggja af stað kom tilkynning um að aðrir ferðamenn mundu aðstoða viðkomandi til byggða en hann var minna slasaður en fyrst talið var.

Fyrri greinDagný og Guðmunda í úrvalsliðinu
Næsta grein„Þetta var stöngin inn í kvöld“