Féll fimm metra og slapp með skrekkinn

Maður sem féll um 5 metra af vinnupalli á virkjunarsvæðinu við Búðarháls um hádegi í gær slapp með minniháttar áverka.

Um hádegi í gær fékk lögreglan á Hvolsvelli tilkynningu um vinnuslys á virkjunarsvæðinu við Búðarháls en þar hafði maður fallið um 5 metra af vinnupalli sem gaf sig.

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi. Hann mun hafa sloppið með minniháttar áverka og má teljast stálheppinn að ekki hafi farið verr.

Fyrri greinTvö umferðarslys í síðustu viku
Næsta greinMálþing, ljósmyndasýning og afmælishátíð