Féll af vinnupalli niður á steingólf

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Kona féll af vinnupalli niður á steingólf þar sem hún var við vinnu í uppsveitum Árnessýslu síðastliðinn föstudag.

Fallið var um 2,5 metrar og var konan flutt til aðhlynningar á sjúkrahús í Reykjavík.

Í dagbók lögreglunnar á Suðurlandi kemur fram að málið sé til rannsóknar hjá lögreglu og Vinnueftirlitinu.

Fyrri greinHvergerðingar unnu slaginn í Gjánni
Næsta greinElfar Ísak heim í Selfoss