Féll af krossara og rotaðist

Ökumaður torfæruhjóls rotaðist þegar hann féll af hjólinu í Hrunamannahreppi um kl. 4 í nótt. Maðurinn er grunaður um ölvun við akstur.

Slysið varð þegar maðurinn hafnaði utan vegar á hjólinu. Hann fékk byltu og rotaðist auk þess að skrámast nokkuð, en var ekki talinn alvarlega slasaður. Hann var fluttur á slysadeild í Reykjavík til skoðunar.

Þá var einn ökumaður tekinn grunaður um ölvunarakstur í nótt í umdæmi Selfosslögreglunnar.

Fyrri greinFjórir Sunnlendingar í landsliðinu
Næsta greinEinar spjallar við listunnendur