Féll af hestbaki og meiddist

Sex ára gamall drengur slasaðist eftir að hann féll af hestbaki við Syðra-Langholt í Hrunamannahreppi á þriðja tímanum í dag.

Fældist hesturinn og datt drengurinn við það af baki en festi fótinn í ístaðinu og dróst áfram með hestinum. Drengurinn meiddist á fæti og grunur leikur á að hann hafi hlotið innvortis meiðsli.