Féll af fjórhjóli

Karlmaður slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli sínu við Nesjavallavirkjun í gærkvöldi. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti manninn á sjúkrahús.

Maðurinn var á ferð ásamt tveimur félögum sínum þegar framhjól hjólsins fór ofan í holu og maðurinn steyptist framfyrir sig.

Lögreglan á Selfossi fékk aðstoð slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu til að komast á slysstað á fjórhjóli. Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti svo við slysstaðinn um kl. 22:30 og flutti manninn á spítala til aðhlynningar.

Meiðsli hans voru ekki eins slæm og í fyrstu var talið. Hann er með brotinn hryggjalið auk annarra meiðsla.

Fyrri greinFrábær endurkoma Rangæinga
Næsta greinHafa áhyggjur af óeiningu hjá D-listanum