Féll af baki að Fjallabaki

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR. sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti í kvöld konu sem slasaðist þegar hún féll af hestbaki að Fjallabaki.

Útkallið barst um klukkan 17 og sótti þyrlan konuna í Landmannahelli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurlandi var konan var ekki talin alvarlega slösuð en þar sem veðrið var ekki upp á sitt besta og um langan veg að fara var ákveðið að kalla út þyrluna.

Björgunarsveitarfólk í hálendisvakt Landsbjargar var í Landmannalaugum og fór á vettvang slyssins. Björgunarsveitarfólk hlúði að konunni og bjó um hana fyrir flutning með þyrlunni.

Fyrri greinEinn alvarlega slasaður eftir aftanákeyrslu í Kömbunum
Næsta greinGrafa sökk í mýri og skemmdi stofnlögn