Féll þrjá metra úr stiga

Maður á fimmtugsaldri slasaðist á höfði er hann féll um þrjá metra úr stiga í grunnskólanum í Reykholti í dag.

Maðurinn var að vinna að viðhaldi á loftplötu þegar slysið átti sér stað.

Hann var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur en samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Selfossi leikur grunur á að hann hafi orðið fyrir innvortis meiðslum á höfði.