Félagsfundur hjá Dögun á Krúsinni

Félagsfundur Dögunar Suður verður haldinn í dag, laugardag, í Kaffi Krús á Selfossi kl. 14-16.

Félagsmenn eru hvattir til að fjölmenna á fundinn og bjóða sig fram til trúnðar- eða annarra flokksstarfa.

Á fundinum verður lögð fram tillaga kjördæmaráðs um þátttöku Suðurkjördæmis í landsuppstillingarnefnd Dögunar. Þá verður kosið um tvo fulltrúa Suðurkjördæmis í landsuppstillingarnefnd.

Borist hafa tvö framboð til landsuppstillingarnefndar, verði sú leið ofan á á fundinum, framboð frá Hönnu Guðrúnu Kristinsdóttur í Hveragerði og Ólafi R. Sigurðssyni í Grindavík. Verði uppstillingarleiðin valin verður uppstillingarnefndin fullskipuð tólf fulltrúum að því frátöldu að þeir koma sér saman um oddamann, 13. liðsmanninn.

Fyrri greinLjósleiðarahátíð í Árnesi
Næsta greinÓmar Svavars: Og það varð ljós í Skeiða- og Gnúpverjahreppi