Fékk nokkur högg í andlitið

Maður var sleginn nokkur högg í andlitið inni á 800Bar á Selfossi aðfaranótt sunnudags.

Árásarmaðurinn, enskumælandi, bar á árásarþolann að hann væri að drekka úr glasi sem væri ekki hans glas. Þegar hinn mótmælti skipti engum togum að hnefinn fór af stað og skilaði sér í andlit þess sem leyfði sér að malda í móinn.

Sá sem varð fyrir árásinni hlaut minni háttar áverka og hyggur á að leggja fram kæru.