Fékk logandi sígarettu í hettuna og valt

Bifreið valt á Suðurlandsvegi, austan við Hveragerði, um klukkan 22 á laugardagskvöld.

Fernt var í bifreiðinni og hlutu tveir minniháttar áverka. Þeir voru fluttir með sjúkrabifreið til aðhlynningar á heilsugæslustöðina á Selfossi.

Ökumaðurinn missti stjórn á bifreiðinni eftir að logandi sígaretta lenti með einhverjum hætti í hettu á yfirhöfn hans og fipaðist hann þá við aksturinn. Bifreiðin skemmdist nokkuð og var flutt á brott með kranabifreið.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á Selfossi.