Fékk iðntölvu og hraðabreyti að gjöf

Fjölbrautaskóla Suðurlands barst góð gjöf á dögunum þegar fyrirtækið Ískraft gaf skólanum iðntölvu og hraðabreyti sem nýtist við kennslu í grunndeild rafiðna.

Í frétt á vef skólans segir að gjöfin sé afar kærkomin og eigi eftir að koma sér mjög vel.

Á myndinni má sjá nemendur í grunndeild ásamt Þór Stefánssyni og Grími Lúðvíkssyni kennurum rafiðna, Guðmundi Smára Jónssyni frá Ískraft og Þórarinn aðstoðarskólameistari sem tók við gjöfinni.

Fyrri greinTorfærukeppni til styrktar krabbameinssjúkum börnum
Næsta greinFalinn dekurstaður