Fékk ættingja í heimsókn í sóttkví

sunnlenska.is/Guðmundur Karl

Aðili sem var í sóttkví í sumarbústað á Suðurlandi eftir að hafa farið í landamæraskimun í síðustu viku, reyndist hafa fengið ættingja í heimsókn til sín í sóttkvína.

Viðkomandi hafði skilað neikvæðu PCR prófi við komu til landsins og skimun á landamærum verið neikvæð.

Lögreglan á Suðurlandi komst á snoðir um málið og var gestinum gert að sæta sóttkví þar til niðurstaða seinni skimunar liggur fyrir og málið var sent til ákæruvalds til meðferðar.

Fyrri greinEkkert smit á Suðurlandi
Næsta greinHandtekinn eftir húsbrot á Selfossi