Fréttir Fékk aðsvif undir stýri 30. ágúst 2011 23:55 Ökumaður fékk aðsvif undir stýri í íbúðargötu á Selfossi á fimmta tímanum í dag. Þegar ökumaðurinn ætlaði að hemla ýtti hann óvart á bensíngjöfina og rauk upp á gangstétt og þar á grindverk. Engan sakaði en bíllinn var óökufær eftir atvikið.