Um kl. 17 í gær var óskað eftir aðstoð lögreglunnar á Hvolsvelli í Rangárbotna að Fjallabaki, vegna fastrar bifreiðar í drullu.
Lögreglan fór á staðinn ásamt félögum úr björgunarsveitinni Dagrenningu á Hvolsvelli.
Í ljós kom að ökumaður bifreiðarinnar hafi ekið utan vega á stóru svæði. Talsverðar skemmdir urðu vegna akstursins á mosagrónu svæði en jarðvegurinn var mjög blautur og komu djúp hjólför í mosann eftir bifreiðina.
Ökumaðurinn, sem var af erlendu bergi brotinn, bar því við að hann vissi ekki að þetta væri bannað. Sem er reyndar engin afsökun, að sögn lögreglunnar, sem sektaði ökumanninn um 200 þúsund krónur.