Fé tekið aftur á hús

Bændur á Suðurlandi hafa í dag keppst við að sinna lambfé og koma því aftur á hús eins og mögulegt er, þó víða sé húsakostur þröngur eftir sauðburð.

Sigurður og Jón Hjálmarssynir, frístundabændur í Vík tóku þær lambær sem komnar voru út aftur á hús í dag. Þeir nutu við það aðstoðar Sigrúnar Guðmundsdóttur, Þórs Jónssonar, Ernu Jónsdóttur og Magnúsar Orri Sveinsson, sem eru á myndinni ásamt Jóni.

Almannavarnir segja að í fyrstu öskusýnum hafi ekki greinst mikið af efnum, þar með talin flúor, en askan er glerkennd og getur haft særandi áhrif á slímhimnur í öndunarfærum, meltingarfærum og augum skepna. Mikilvægt sé að forða skepnum undan öskufalli og hýsa þær eða flytja annað ef mögulegt er. Tryggja þarf skepnum á útigangi hreint drykkjarvatn og gefa þeim gott fóður vel og oft.