Fé drepst á Biskupstungnaafrétti

Fjallmenn á Biskupstungnaafrétti urðu að skilja eftir um sjötíu fjár á Hveravöllum í fjallferð sinni í síðustu viku. Eftir því sem best er vitað eru hið minnsta tvö lömb dauð þar innfrá.

Loftur Jónasson, fjallkóngur í Myrkholti, segir að leiðindaveður hafi verið á svæðinu undanfarið en gera á tilraun til að fara inneftir á traktorum með vagna í þessari viku.

Fjárhópurinn var skilinn eftir við gamla sæluhúsið á Hveravöllum, þá var mikið rok og ofankoma og féð orðið klakabrynjað og uppfennt.

Sjá nánar í Sunnlenska fréttablaðinu

Fyrri greinRéttindalaus undir áhrifum
Næsta greinHamar steinlá gegn Haukum