Feðgarnir fundnir

Björgunarsveitarmenn fundu feðganna sem lýst var eftir síðdegis á Suðurlandsvegi við Langholtsveg nú fyrir skömmu.

Faðirinn er á fimmtugsaldri en sonur hans á 7. aldursári. Ekkert amar að feðgunum og er drengurinn kominn í umsjá móður sinnar. Maðurinn á við andleg veikindi að stríða.

Lögreglan á Selfossi vill þakka þeim sem komu að leitinni. Á fjórða tug manna leitaði feðganna en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, liðsinnti við leitina. Gæslan var með æfingu á svæðinu og var þyrlan ekki kölluð sérstaklega út vegna málsins.

Barnsmóðir mannsins hafði brugðið sér frá og voru feðgarnir farnir þegar hún sneri heim.

Í kjölfarið, nánar tiltekið rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í dag, sá vegfarandi mennina í námunda við Hveragerði. Þótti vegfarandanum, konu á miðjum aldri, útlit þeirra grunsamlegt. Engu að síður bauðst hún til að aka þeim heim sem og þeir þáðu.

Þegar heim var komið ók maðurinn í burtu skömmu eftir að þeir stigu út úr bíl konunnar. Háttalag mannsins vakti þá grunsemdir hjá konunni og lét hún lögreglu vita af ferðum feðganna.

Fyrri greinVel heppnaður jóladansleikur
Næsta greinFréttaannáll 2010 – II