Feðgarnir fundnir

Björgunarsveitarmenn fundu feðganna sem lýst var eftir síðdegis á Suðurlandsvegi við Langholtsveg nú fyrir skömmu.

Faðirinn er á fimmtugsaldri en sonur hans á 7. aldursári. Ekkert amar að feðgunum og er drengurinn kominn í umsjá móður sinnar. Maðurinn á við andleg veikindi að stríða.

Lögreglan á Selfossi vill þakka þeim sem komu að leitinni. Á fjórða tug manna leitaði feðganna en TF-LÍF, þyrla Landhelgisgæslunnar, liðsinnti við leitina. Gæslan var með æfingu á svæðinu og var þyrlan ekki kölluð sérstaklega út vegna málsins.

Barnsmóðir mannsins hafði brugðið sér frá og voru feðgarnir farnir þegar hún sneri heim.

Í kjölfarið, nánar tiltekið rétt fyrir klukkan fimm síðdegis í dag, sá vegfarandi mennina í námunda við Hveragerði. Þótti vegfarandanum, konu á miðjum aldri, útlit þeirra grunsamlegt. Engu að síður bauðst hún til að aka þeim heim sem og þeir þáðu.

Þegar heim var komið ók maðurinn í burtu skömmu eftir að þeir stigu út úr bíl konunnar. Háttalag mannsins vakti þá grunsemdir hjá konunni og lét hún lögreglu vita af ferðum feðganna.