Feðgarnir fundnir

Þyrla Landhelgisgæslunnar fann feðgana sem leitað hafði verið að í nágrenni Klukkutinda laust fyrir klukkan 20 í kvöld.

Mennirnir voru villtir en þeir voru ekki langt frá bíl sínum þegar þeir fundust en þeir höfðu gengið frá bílnum í Klukkuskarði.

Ekkert amaði að mönnunum sem eru feðgar úr Reykjavík, faðirinn um áttrætt og synirnir um fimmtugt og sextugt.

Allar björgunarsveitir í Árnessýslu höfðu verið kallaðar út til leitar, auk leitarhunda. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar fengin í verkefnið en hún var í æfingaflugi í dag.