Fatnaður í óskilum hjá löggunni

Þessi fallega og vel prjónaða barnalopapeysa fannst við göngustíg við Suðurengi á Selfossi um miðjan apríl síðastliðinn ásamt öðrum fatnaði.

Þar má nefna aðra lopapeysu og vinnufatnað merktur Sólningu. Enginn hefur spurst fyrir um fatnaðinn sem er í vörslu lögreglunnar á Selfossi.

Eigandinn er hvattur til að gefa sig fram við lögreglu.